þriðjudagur, 28. apríl 2009
Sigurvegari kosninganna
miðvikudagur, 22. apríl 2009
Borgarahreyfingin?
Flokkur/samsvörun:
Borgarahreyfingin (O) 88%
Samfylkingin (S) 80%
Framsóknarflokkur (B) 71%
Frjálslyndi flokkurinn (F) 69%
Vinstrihreyfingin - grænt framboð (V) 67%
Lýðræðishreyfingin (P) 67%
Sjálfstæðisflokkur (D) 46%
Sem betur fer varð Sjálfstæðisflokkurinn neðstur í þessari könnun, en hins vegar er athyglisvert að Vg lendir í 5. sæti, og ég sem hef hugleitt að kjósa þann flokk! Mér hugnast mörg stefnumál þeirra og Vg virðist vera laus við styrkjaspillinguna sem viðgengst í hinum flokkunum þremur. Steinunn Valdís að þiggja milljónir frá Baugi og fleiri fyrirtækjum fyrir prófkjörsbaráttu sína er algjörlega siðlaust og ömurlegt innlegg í lokasprettinn á kosningabaráttu Samfylkingarinnar.
Hins vegar stendur eitt mál á milli mín og Vg og það er Evrópusambandið. Ef Skallagrímur og co myndu nú breyta afstöðu sinni til þessa lang, langbrýnasta máls okkar Íslendinga myndi ég ekki hika við að kjósa þá. En á meðan Vg gerir það ekki kýs ég ekki þennan flokk, svo einfalt er það. Tvöföld þjóðaratkvæðagreiðsla er arfavitlaus hugmynd, að kjósa um það hvort við eigum að hefja aðildarviðræður. Ef þjóðin myndi nú hafna því að fara í viðræður, þá munum við ekkert komast að því hvað aðildarsamningur hefði í för með sér og öll umræða um kosti og galla aðildar því marklaus, því enginn veit hverjir þeir eru eða hefðu orðið. Ef þjóðin hins vegar samþykkir að hefja aðildarviðræður, nú þá hefjum við þær og atkvæðagreiðslan því óþörf, bara kostnaður upp á einhverjar tugmilljónir sem þetta lýðræðissport kostar.
Aðildarsamninginn sjálfan á svo að leggja í dóm þjóðarinnar sem hefur endanlegt úrskurðarvald, um það eru allir sammála og því er þessi hugmynd um tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu vond að mínum dómi. Þjóðin fær að samþykkja eða hafna samningi. Þetta væri jafnvitlaust og ef kæmi fram á aðalfundi í félagi tillaga um að fara í atkvæðagreiðslu um hvort ætti að greiða atkvæði um eitthvert tiltekið mál, menn sjá að fyrri atkvæðagreiðslan er út í hött.
Ég hef lesið reiðinnar býsn af ESB-efni og sérstaklega nú undanfarið vegna kennslunnar í stjórnmálafræði, en ég ákvað að þessu sinni að gera þetta efni að stórum þætti í áfanganum. Og því meira sem ég les, því sannfærðari er ég um að kostirnir vegi margfaldlega upp ókosti aðildar fyrir Ísland. Fer nú samt ekki í þær pælingar hér.
Kosningarnar eftir tvo daga, þær verða spennandi. Tekst Borgarahreyfingunni að ná inn þremur mönnum , eða fjórum jafnvel, verður Vg stærsti sjórnmálaflokkur landsins á sunnudaginn, eða Samfylkingin? Kemst Stulli brjál inn á þing? Hversu stór verður niðurlæging Sjálfstæðisflokksins? Hversu stór verður varnarsigur framsóknar?
þriðjudagur, 21. apríl 2009
Skarfur kveður
"Full ástæða er fyrir íslensku þjóðina að kvíða því, sem í vændum er, ef JóhannaSvona er hann geðvondur. Jóhanna varð forsætisráðherra vegna þvermóðsku sinnar! Hvað má þá segja um 13 ára forsætisráðherraferil Davíðs Oddssonar? Þvermóðska? Eða kannski bvara valdasýki? BB, svaraðu því! Grípum niður í meira, því þetta er í raun bráðgóður pistill hjá general BB King, enda pennafær maður. Hér kemur svona nett karlagrobb þar sem hann segir frá því hvernig hann gerðist formaður utanríkismálanefndar og hvað hann hefur nú verið duglegur að blogga:
heldur áfram sem forsætisráðherra að kosningum loknum með Steingrím J.
Sigfússon sem fjármálaráðherra sér við hlið. Hvorugt þeirra aðhyllist stjórnmálastefnu, sem mótar skynsamlega leið út úr þeim vanda, sem við er að
glíma. Þvermóðska Jóhönnu Sigurðardóttur gerði hana að forsætisráðherra.
Samfylkingarfólki þótti eina leiðin til að draga úr líkum á því, að hún
beitti sér fyrir óróa og klofningi í þeirra röðum, að „sparka henni upp á
við“ eins og sagt er og láta hana sitja með lokaábyrgðina á eigin herðum.
Steingrímur J. liggur síðan ekki á þeirri skoðun sinni, að hann viti í raun
allt best og þar með einnig hvernig eigi að taka á málum, Jóhanna átti sig
ekki á hinum flóknu viðfangsefnum. Hún þiggi ráð um þau frá sér."
"Hinn 23. apríl 1995, að loknum kosningum, varð ég menntamálaráðherra. Þá var ég tekinn til við að færa efni hér á síðuna og frá þeim tíma hef ég notað hanaSvo agnúast Björn út í vinnulag þingsins og er að vonum mjög hróðugur yfir því að tókst að troða á lýðræðinu og vilja þjóðarinnar í stjórnarskrármálinu, en í hans anda kemur ómerkileg skýring á því hvers vegna stjórnin lagði kapp á að koma þessu þjóðþrifamáli í gegn:
til að segja frá því helsta, sem á daga mína hefur drifið, og vísa ég til
þess! Ég geri mér ekki grein fyrir, hve margar blaðsíður af efni ég hef
skrifað hér á síðuna á undanförnum 14 árum, en líklega skipta þær
þúsundum."
"Einkennilegt er að verða vitni að því, að litið sé á það eins og næstaAlveg er þetta nú í anda Björns Bjarnasonar. Ómerkilegur málflutningur frá ómerkilegum pólitíkus. Margir sjallar urðu reiðir þegar vændisfrumvarpið fór í gegnum þingið. Farin var hin svokallaða "sænska leið", en hún gerir vændiskaup refsiverð, ekki bara vændissölu. Þetta var tímabært mannréttindamál, en Sjálfstæðisflokkurinn hefur lítinn áhuga á almennum mannréttindum ef og þegar þau skerða heilagar kýr eins og persónufrelsi, sbr. baráttu þeirra fyrir lokuðu bókhaldi hingað til uns þeir neyddust til að gera einhverja grein fyrir milljarðatugunum nú á dögunum til að bjarga því sem bjargað varð. Skemmtileg orðanotkun hjá Birni þegar hann talar í þessu samhengi um að "nauðga" frumvarpi í gegn:
sjálfsagt, að mál séu tekin fyrir og afgreidd á þingi í gustukaskyni eða
greiðasemi við einstaka þingmenn og þá gjarnan án tillits til hinnar vönduðu
málsmeðferðar, sem ávallt ber að krefjast. Í stjórnarskrármálinu var því
hreyft manna á meðal í þinginu, að það ætti nú að greiða fyrir afgreiðslu
þess, af því að Valgerði Sverrisdóttur, þingmanni Framsóknarflokksins, formanni
sérnefndarinnar yrði það gleðiefna vegna brottfarar sinnar af þingi."
"Atli Gíslason, þingmaður vinstri-grænna, nauðgaði vændisfrumvarpi sínu út úr
allsherjarnefnd og í gegnum þingið á lokadegi þess. Í fyrra tók hann
viðamiklar breytingar á almennum hegningarlögum í gislingu undir þinglok með
því að hengja þessi vændisákvæði á það frumvarp."
Þetta var smá úrval úr síðasta pistli Björns Bjarnasonar á heimasíðu sinni. Menn geta lesið bullið í heild sinni á bjorn.is en ég segi hins vegar að farið hefur fé betra af þingi. Þessi maður ástundaði ómerkilega pólitík sem einkenndist oftar en ekki af nöldri og sérlega mikilli illgirni út í ýmsa pólitíska andstæðinga. Far vel.
miðvikudagur, 15. apríl 2009
Kjartan og millurnar
mánudagur, 13. apríl 2009
Páskar
fimmtudagur, 9. apríl 2009
Skírdagur
Myndin hér til hliðar sýnir Jesú lauga bífurnar á einum lærisveinanna sinna og má eflaust fara út í langt mál núna um guðfræðina sem þarna er að baki. T.d. um sjálfskipaða "lægingu" guðs, það að holdgervast með fæðingu frelsarans og ekki síst með fórnardauða hans og kvölum á krossinum. Allt í okkar aumra og dauðlegra manna þágu. Guðdómurinn nálgaðist okkur svo að við megum nálgast hann. Einhvern veginn svona ef ég skildi þær pælingar rétt sem ég var að lesa á netinu
En, þetta er skemmtilegur siður sem ýmsar kirkjudeildir viðhafa enn þann dag í dag. Ég rakst á eftirfarandi auglýsingu frá Boðunarkirkjunni:
Á Skírdag verður hinstu kvöldmáltíðar Drottins með lærisveinunum minnst með sérstökum hætti í Boðunarkirkjunni. Ath! kl. 20:00
Áður en samkomugestir meðtaka brauðið og bikarinn, munu þeir
þvo hver öðrum um fæturna eins og Drottinn bauð öllum að gera svo oft sem þeir minnast krossdauða hans.(Sjá jóh. 13, 1-17)
Þetta er ákaflega innihaldsrík athöfn sem reynist öllum eftirminnileg. Tilv. lýkur.
Eftirminnileg já. Maður getur rétt ímyndað sér táfýluna sem gosið hefur upp þarna í kirkjunni hjá þeim. Aldrei gæti ég þvegið súrar tær ókunnugs fólks, fætur sem búnir eru að vera lokaðir í skóm heilan dag, löðrandi í sveppum, kartnöglum og viðbjóði. En það er nú bara út af því hvað ég er takmarkaður á allan hátt og með óvenjulágan klígjuþröskuld. Ég gæti enn síður farið úr skónum fyrir framan prest eða hvern sem er til að láta hann þvo fætur mína. En ég gæti nú alveg látið nudda mig upp úr olíu af mjúkum höndum eins og Stefán, enda er það víst allt annað mál.
þriðjudagur, 7. apríl 2009
Búúúinn!
miðvikudagur, 1. apríl 2009
Kátur
Ef þið hafið ekki horft á Hrafnaþing á ÍNN, þá auðvitað mæli ég með því að þið gerið það, því svona lítur Yngvi Hrafn út í fiskabúrinu, nema bara aðeins ljótari auðvitað!
sunnudagur, 29. mars 2009
Að loknum landsfundum
Ræður voru fremur slepjulegar hjá Samfó og sjöllum, en ég fylgdist með báðum fundum nokkuð reglulega. Þangað til í gær, en þá kvaddi sér hljóðs Davíð nokkur Oddsson og flutti einhverja þá geggjuðustu ræðu sem ég hef heyrt lengi. Nú ætla ég ekkert að segja um innihald þessarar dæmalausu ræðu, hún ber vitni um mann í algerri afneitun og var í raun bara sorglegt að sjá þennan fyrrum mikla stjórnmálaleiðtoga leggjast svona lágt. En það sem vakti athygli mína var það hversu hjarðmennskan er yfirgengileg í þessum flokki. Menn stóðu upp og klöppuðu margoft fyrir hverri þvælunni sem upp úr DO kom og allir í einu, því enginn þorir að skera sig úr. Menn voru eins og hlýðnar kindur á þessum landsfundi. Líka þegar Geir Haarde svaraði DO í dag og gagnrýndi hann fyrir uppistandið í gær. Svo fékk maður nettan aulahroll þegar Þorgerður Katrín sagði að loknum formannskosningum í dag og lét það verða sín síðustu orð: " Bjarni, við verðum að klára þetta dæmi. Koma svo, áfram Ísland, við verðum að berjast, berjast, berjast!" Sagði hún að íþróttasið og uppskar gífurleg fagnaðarlæti (jarm) kindanna í Laugardalsfjárhúsinu.
Segi bara eins og einhver bloggarinn í dag: "Plíís Þorgerður, ekki klára dæmið, þið eruð búin að gera nóg af ykkur!"
fimmtudagur, 26. mars 2009
Ylrækt
Til eru fræ. Sem betur fer verða þau ekki öll að blómum og vonandi að þessir dugmiklu ræktendur með svona líka græna fingur fái eitthvað verðugra að gera í framtíðinni en að hassvæða landann, hann er held ég alveg nógu mikið bilaður fyrir. Hassið er kannski fínt í einhverjum tilvikum til að lina þrautir, td. hjá krabbameinssjúklingum og þá mættu læknar ávísa þessu efni þegar þannig stendur á. Aðrir hafa ekkert með þetta að gera, nema þeir vilji vera flatir og latir, hirðulausir, andfélagslegir og sama um allt eins og pólitík t.d. Ekki furða að sumir frjálshyggjupostular séu fylgjandi því að gefa þetta allt saman frjálst, fyrst markaðurinn er til. Ef eftirspurn er, þá á að fullnægja henni, það er ein kennisetningin þeirra. Það væri auðvitað yfirstéttinni og misréttisöflunum í hag að sem fæstir nenntu að hugsa um stjórnmál og sætu bara í sínu kannabisskýi og segðu "peace". Það þyrfti þá ekki að hafa áhyggjur af því liði á meðan.
mánudagur, 23. mars 2009
Aðeins um pólitíkina
Mér finnst þetta einmitt mjög mikilvægt og Vg er fyrir sitt leyti að greiða fyrir því að núverandi stjórn haldi áfram eftir kosningar. Samfylkingin verður þá líka að koma til móts við Vg, hún getur þá ekki krafist aðildarviðræðna án þess að þjóðin samþykki það fyrst. Svo verður samfó að fara að ákveða sig hvort hún vill vera virkjanaflokkur eða friðunarflokkur. Samfó er beggja blands í þeim málum og það virkar einhvern veginn illa pólitískt séð. Hreinna er að vera annað hvort, þá vita kjósendur betur fyrir hvað flokkurinn stendur í þeim efnum. En, þetta er ekki bara óákveðni og vindhanaháttur, ég held að meirihluti Íslendinga sé einmitt á þessari línu, að virkja fyrir orkufrekan iðnað, en það er bara ekki sama hvar það er gert og hvernig. Flokkarnir verða að ná saman um þessi mál. Báðir þessir flokkar hafa svipaðar áherslur í velferðarmálum.
Að lokum er mjög mikilvægt að vinstri flokarnir nái hreinum meirihluta og Framsókn verði gefið langt nef og sent í stjórnarandstöðu með sjöllum. Sigmundur Davíð ástundar undarlega pólitík og er bara hreint furðulegur maður. Hann er að leika eitthvert guðföðurhlutverk og þykist þess umkominn að setja ofan í við hana þegar hentar, til að minna á sig sennilega, skammar og talar eins og hann viti allt, en er bara uppfullur af helvítis hroka. Enga framsókn eftir kosningar takk!
þriðjudagur, 17. mars 2009
Sjónvarpsveisla
Úff. Það tekur jafnvel á að skrifa þetta. Maður lifir sig inn í samkomuna og fer að hrópa hósíanna og hallelúja fyrr en varir. Svo skipti ég yfir á hina uppáhaldsstjóvarpsstöð mína, en það er ÍNN. Þar ræður ríkjum Ingvi Hrafn sem gerður er út frá Valhöll, eða það hlýtur að vera miðað við þá pólitísku slagsíðu sem er á mörgum þáttanna. Ég hló mig máttlausan í kvöld, eins og í gærkvöldi og fyrrakvöld, yfir þætti sem heitir heimastjórnin eða eitthvað álíka. Þarna eru sjallar með saltfisk í hjartastað, menn eins og Óli Björn, Jón Kristinn Snæhólm, Ármann Ólafsson og Hallur Halls að tala við tölvu upp á borði og í henni syndir hausinn á Ingva Hrafni, allur bjagaður og óhugnanlegur. Web cameran greinilega of nálægt nefinu á honum. Hann þykist vera að tala frá Florida, en það er haugalygi, hann er bara í næsta herbergi eða í mesta lagi heima hjá sér og finnst þetta flott. Hljóðið er á eftir myndinni, eða öfugt og svo vellur alls konar þvæla upp úr þessu klónaða fríki sem eins og svífur í formalíni í fiskabúri. Stundum held ég að hann sé á einhverju, svo ótrúlegt er bullið í manninum. En, stórskemmtilegt sjónvarpsefni.
miðvikudagur, 11. mars 2009
Draugar
Ætli þetta góða fólk trúi því í alvöru að slagorðin sem það hefur valið sér hafi eitthvað að segja í því hörmungarástandi sem nú ríkir í þjóðfélaginu? Að háttvirtir kjósendur kaupi þau? Alltaf þegar ég les svona slagorð, hvort sem um er að ræða frambjóðanda áðurnefnds flokks eða samfó, Vg eða annarra flokka, það skiptir ekki máli, fer um mig einhver ónotatilfinning. Mér finnst óheiðarleikinn og stærilætin skína af orðunum. Margt af þessu fólki vill ábyggilega vel, vill láta gott af sér leiða, en mér finnst samt að meirihlutinn sé í framboði til að þjóna einhverjum persónulegum hagsmunum og framapoti.
Fyrirsjáanleg er töluverð endurnýjun á Alþingi í vor og er það vel. En margir núverandi þingmenn ætla að gefa kost á sér áfram, eru bara gleiðir og jafnvel þeir sem hafa stutt þá stefnu einarðlega sem hefur komið þjóðinni á hausinn. Til dæmis hefur einn frambjóðandinn í Íslendingi og núverandi þingmaður valið sér orðin áræði, dugnaður og þor, áfram sem sagt, sem dugði okkur svo helvíti vel á undanförnum árum!
Aðrir draugar munu svo fljótlega líta dagsins ljós og smjúga inn um bréfalúgur okkar. Norðurland og fleiri pésar. Þeir sneplar verða líka uppfullir af áræði og dugnaði og gott ef ekki kjarki, trausti og heiðarleika líka. Gallinn við þetta allt saman, eins og ég sagði áðan, er að margt fólk þarna vill vel, en má sín lítils vegna flokksagans og þessa flokksræðis sem hér ríkir. Ríkisstjórnin er þó að rembast við að koma fram breytingum á stjórnarskránni í tæka tíð fyrir kosningar í því skyni að auka áhrif kjósenda varðandi persónukjör. Um það hefur verið sterk krafa í þjóðfélaginu, en Sjálfstæðisflokkurinn, einn flokka, stendur gegn því og heldur uppi málþófi og sakar stjórnina um leið að engin mál komist í gegn! Þetta er nú meiri þjóðþrifaflokkurinn eða hitt þó heldur.