laugardagur, 7. mars 2009

Á þessum degi...

Hver og einn dagur ársins er merkilegur, því eitthvað hefur gerst þann dag í sögunni. Örlagaatburðir áttu sér stað, stórmenni fæddust og merkar uppgötvanir gerðar. Það er gaman að skoða síðuna This Day in History og dagurinn í dag, 7. mars er auðvitað merkilegur eins og allir aðrir dagar ársins. Alexander Graham Bell hringdi fyrsta símtalið t.d. á þessum degi árið 1876, Hitler tók Rínarhéruðin af Frökkum árið 1936 og Carter USA forseti hitti þá Sadat og Rabin árið 1977, en þær viðræður leiddu til Camp David samkomulagsins árið eftir og nóbelsverðlauna þeirra tveggja síðasttöldu ári síðar. Og ótal aðrir atburðir, t.d. hófst "febrúarbyltingin í Rússlandi árið 1917 á þessum degi (ath. annað tímatal þar!) sem leiddi til aðalbyltingarinnar síðar sama ár sem leiddi til stofnunar Sovétríkjanna sem aftur leiddi til merkilegrar samvinnu kommúnista og kapítalista í síðari heimsstyrjöldinni og síðar til kalda stríðsins og koll af kolli...

1 ummæli:

Þorsteinn Krüger sagði...

Linkurinn í færslunni virðist ekki virka, en þetta er slóðin:

http://www.history.com/this-day-in-history.do