Löggan lokar heilu verksmiðjunum þessa dagana. Sveitir svartstakka æða út um borg og bí og ráðast inn í yfirgefin iðnaðarhúsnæði, íbúðir og gróðurhús þar sem framleiðslan er gerð upptæk og dyr eru innsiglaðar. Ylræktarbændur missa atvinnu sína og lifibrauð. Öll sú óhemju fyrirhöfn við að koma þessum kannabisverksmiðjum af stað er fyrir bí. Þúsundum platna á misjöfnu þroskaskeiði undir háþróuðum ljósabúnaði og vökvunarsystemi verður hent á haugana og verða aldrei að jónum.
Til eru fræ. Sem betur fer verða þau ekki öll að blómum og vonandi að þessir dugmiklu ræktendur með svona líka græna fingur fái eitthvað verðugra að gera í framtíðinni en að hassvæða landann, hann er held ég alveg nógu mikið bilaður fyrir. Hassið er kannski fínt í einhverjum tilvikum til að lina þrautir, td. hjá krabbameinssjúklingum og þá mættu læknar ávísa þessu efni þegar þannig stendur á. Aðrir hafa ekkert með þetta að gera, nema þeir vilji vera flatir og latir, hirðulausir, andfélagslegir og sama um allt eins og pólitík t.d. Ekki furða að sumir frjálshyggjupostular séu fylgjandi því að gefa þetta allt saman frjálst, fyrst markaðurinn er til. Ef eftirspurn er, þá á að fullnægja henni, það er ein kennisetningin þeirra. Það væri auðvitað yfirstéttinni og misréttisöflunum í hag að sem fæstir nenntu að hugsa um stjórnmál og sætu bara í sínu kannabisskýi og segðu "peace". Það þyrfti þá ekki að hafa áhyggjur af því liði á meðan.
fimmtudagur, 26. mars 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Kommon! Give peace a chance. Og þó, þetta er víst alveg rétt hjá þér og ömurlegt til þess að vita að nú fer kannabisáróðurinn eins og eldur í sinu um facebook. Lögleyfum/lögleiðum kannabis er krafan, gamla tuggan frá neytendunum og frjálshyggjumönnum. Meðan Hollendingar eru að reyna að bakka út úr þessu og Bretar að freista þess að gera aðgengi að áfengi erfiðara þá vilja krónprinsar kapítalismans brennivín í búðir og frjálst kannabis. Eins og ég hef oft sagt þekki ég engan hamingjusaman hasshaus yfir tvítugt eða nýtan þjóðfélagsþegn í neyslu en sjálfsagt er að leyfa sjúklingum að fá kannabis sem lyf.
Skrifa ummæli