Pistlar hafa látið á sér standa undanfarið, enda datt nettengingin út vegna einhverra óútskýranlegra ástæðna. Í það minnsta gat ég ekki lagað það og á endanum greip ég til þess ráðs sem hingað til hefur dugað mér vel þegar þannig stendur á, sem sé að kalla í Val og málið leysti hann á skammri stund eða sem nam þeim tíma sem tekur að drekka einn kaffibolla.
Svo nú get ég haldið áfram að ausa úr mér, ef ég nenni þar að segja. Skólinn tekur sífellt meiri tíma, verkefnin hlaðast upp og áður en maður veit af er komið að prófum. Svo það er spurning hversu mikið ég get mokað flórinn í Hesthúsinu nú á næstunni. Af nógu er að taka svo sem. Til dæmis mætti hella sér yfir Sigmund Davíð og vitleysisganginn í honum nú undanfarið, en ég nenni því ekki núna. Kannski á morgun, já kannski ég skrifi um það þrítuga gamalmenni sem Jón Baldvin kallaði svo!
þriðjudagur, 3. mars 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli