fimmtudagur, 5. mars 2009

Lok, lok og læs og allt í stáli

Mikið var það gott hjá dómsmálaráðuneytinu að grípa til lagaheimilda, sem Schengen-samkomulagið veitir okkur, til þess að reka tvo tattúveraða mótorhjólafávita frá Noregi aftur til síns heima. Feitur og sveittur miðaldra leðurjakkarumpulýður með tagl aftan á hálfsköllóttum haus á ekkert erindi hingað. Þeim Hell´s Angels limum var bara snúið við á staðnum og fengu vonandi ekkert að versla í fríhöfninni.
Björg dómsmálaráðherra fær sannarlega prik hjá mér. Hell´s Angels eru glæpasamtök sem kunnugt er og fáránlegt hefði verið að hleypa þessu liði inn í landið athugasemdarlaust. Glæpaklíka þessi er öflug á Norðurlöndum og lætin í Kaupmannahöfn undanfarið tengjast þessum samtökum sem eru að berjast um eiturlyfjamarkaðinn þar. Svo skjóta þeir á innflytjendur líka. Já, veriði bara heima hjá ykkur og skjótið hvern annan, ekki saklausa borgara.

Engin ummæli: