
Björg dómsmálaráðherra fær sannarlega prik hjá mér. Hell´s Angels eru glæpasamtök sem kunnugt er og fáránlegt hefði verið að hleypa þessu liði inn í landið athugasemdarlaust. Glæpaklíka þessi er öflug á Norðurlöndum og lætin í Kaupmannahöfn undanfarið tengjast þessum samtökum sem eru að berjast um eiturlyfjamarkaðinn þar. Svo skjóta þeir á innflytjendur líka. Já, veriði bara heima hjá ykkur og skjótið hvern annan, ekki saklausa borgara.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli