Kjartan er nú hættur sem Don í Flokknum og kornungur maður tók við sem látinn var hætta vegna milljónanna frá FL og Landsbankanum. Kjartan hefur lélegt minni nú orðið, hann man ekki hvort hann vissi af styrkjunum til flokksins og hafði enga meðalgöngu um þá. Kjarri sat að vísu í bankaráði Landsbankans á þessum tíma og var enn með annan fótinn í Valhöll, sagður hafa verið prókúruhafi á þeim tíma sem styrkirnir voru veittir. En, hann vissi ekkert. Þessi lýgi er borin á borð og okkur gert að kyngja henni eins og öðru úr þessari átt.
miðvikudagur, 15. apríl 2009
Kjartan og millurnar
Kjartan Gunnarsson er einhver skuggalegasta persónan í íslenskri pólitík síðustu ára og áratuga. Maðurinn sem stýrði Sjálfstæðisflokknum bak við tjöldin og hélt um alla þræði og kippti í þá og togaði þegar á þurfti að halda. Einkavinur Davíðs og húsbóndinn í Valhöll frá 1980, þessu vígi auðhyggju og samtryggingar nokkurra ætta, fyrirtækja og hagsmunasamtaka í okkar rótspillta landi. Kannski að Kjartan hafi verið valdamesti maðurinn á Íslandi undanfarin 25 ár. Hann lagði línurnar, hvíslaði í eyru Foringjans, skipulagði innra flokksstarf og aflaði Flokknum peninga. Hann var alla tíð músin sem læddist. Skugglegur í útliti og ef hann brosti þá var það flærðarglott á vör, fannst manni allavega.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli