þriðjudagur, 28. apríl 2009
Sigurvegari kosninganna
Ég heyrði ágætis kenningu um hverjir það eru sem geta talist sigurvegarar kosninganna. Það er Sjálfstæðisflokkurinn. Þegar horft er til þess að flokkurinn, nánast aleinn og óstuddur, með glórulausri "reiðareksstefnu" í efnahagsmálum sem komið hefur landinu í þvílíkan botnlausan skít að þess finnast engin dæmi meðal lýðræðisríkja í heiminum, skuli þrátt fyrir það fá 16 þingmenn. Það hlýtur að teljast varnarsigur, ef ekki bara stórsigur. Flokkurinn hefði átt að þurrkast út eins og Frjálslyndi flokkurinn ef allt væri hér með felldu. En, eins og menn vita, er ekki allt með felldu hér. Og ég skal lofa ykkur því að í næstu kosningum, hvenær sem þær verða, mun Flokkurinn eini og sanni endurheimta megnið af því fylgi sem hann tapaði nú.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
hæ ertu alveg hættur að skrifa hérna á síðunni þinni væni minn?? kv. Kvaran
Skrifa ummæli