Helena Rán á að fermast í vor. Hún gengur til prests einu sinni í viku og fær fræðslu um kristna trú og fleira. Eins og títt er um fólk á hennar aldri, er hún farin að efast um margt sem boðað er og blessuð börnin spyrja prestana og vilja fá svör við ýmsum spurningum. Um daginn var hún í tíma hjá síra Arnaldi (sem betur fer ekki hjá klerkinum Gunnlaugi) og til umfjöllunar var hið kristna viðhorf og kenning Jesú um að "bjóða hinn vangann" og að elska óvini sína. Helena var ekki alveg sátt við hugmyndafræðina sem felst í þessu og spurði: "segjum að einhver nauðgi konu framan frá, á hún þá bara að bjóða honum að nauðga sér aftan frá?"
Síra Arnaldi féllust hendur skilst mér, en var held ég ekkert að erfa þetta við hana enda eru þau, væntanlegt fermingarbarn og klerkurinn Arnaldur, búin að uppgötva eitt sem þau eiga sameiginlegt, en það er aðdáun á hljómsveitinni Genesis. Þannig að Helena er hólpin
föstudagur, 12. desember 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Þetta er alveg brjálæðislega fyndið! Við í Vanabyggðinni erum öll búin að orga yfir þessu í morgun. Aumingja klerkurinn. En virkilega flott hjá Helenu að stunda gagnrýna hugsun, ekki bara láta mata sig. Spurning hennar er afar hvöss en jafnframt þarft innlegg.
dísus kræst það tísti í mér. ég sem hélt að ég væri grófa manneskjan í fjölskyldunni, hún Hellús mín stendur sig með prýði, ég er stolt af litla mínímí;)kv. kvaran
Skrifa ummæli