Amen sagði Pedersen. Enda varla hægt annað. Amen er hebreska og þýðir sannlega eða megi svo verða. Í elstu textum Gamla testamentisins frá öðru árþúsundi fyrir Krist má finna þetta orð. Eftir að menn höfðu ákallað Guð og beðið til hans var sagt amen. Kristin trú viðhélt þessum sið. Allar kirkudeildir nota amen til að ljúka bænum, hvort sem um er að ræða kaþólsku kirkjuna, rétttrúnaðarkirkjuna eða mótmælendakirkjur. Upphafssúran í Kóraninum heitir Al-Fatiha sem er sambærileg og Faðirvorið í kristni vegna svipaðrar notkunar og innihalds. Þeirri bæn ljúka múslimar á orðinu "’Āmīn" sem þýðir það sama og hið gyðinglega og kristna amen. Amenið er annars mjög mikilvægt fyrir múslima því eitt af nöfnum Múhameðs í Kóraninum er al Amin. Í hindúisma er orðið "astu" sagt þegar bæn eða fræðslu um trúna er lokið. Það þýðir það sama: So be it, megi svo verða.
Allra síðasta orð Biblíunnar, í Opinberunarbókinni í Nýja testamentinu, er einmitt Amen.
miðvikudagur, 10. desember 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli