Vonandi hafa allir haft það gott um jólin, það höfðum við allavega. Nóg af mat og ýmsu öðru munngæti. Bækur, konfekt og jólaöl (malt og appelsín) er ómissandi líka. Var að ljúka við Ofsa Einars Kárasonar sem mér fannst góð og nú er að leggja í Hallgrím eftir Úlfar Þormóðsson, þann gamla guðlastara og blaðamann. Sú bók hefur fengið mjög misvísandi gagnrýni, ekki bara eintómt lof eins og bók Einars.
En að öðru. Pólitískra stórtíðinda er að vænta hvað úr hverju. Guðrún, húsfreyjan hér í Snægili og spúsa mín elskuleg, dreymdi nefnilega draum sl. nótt. Guðrúnu þótti sem hún hefði verið á pólitískum fundi þar sem tilkynnt var um að stjórnin hefði sprungið og ný væri í burðarliðnum með Samfó, Vg og framsókn. Þetta er merkilegt því mín kona fylgist ekki svo gjörla með pólitík og hún er berdreymin eins og svo margir í hennar ætt. Þannig að nú bíður maður eftir tíðindunum, enda má treysta þessu tel ég.
mánudagur, 29. desember 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Guð láti á gott vita. Mínar draumfarir þessi jól hafa allar verið á einn veg: Það verður kosið í vor. Við félagarnir endurvekjum það þarfa stjórnmálaafl Samtök frjálslyndra og vinstri manna, bjóðum fram í öllum kjördæmum og náum hvínandi meirihluta. Samvinnuhreyfingin verður endurreist og Kaupfélag verkamanna opnar á ný. Í hönd fer mikil gósentíð og augu heimsins munu beinast hingað norður eftir. Smjör lekur af stráum og birkiskógar þekja eyðisanda. Byggðir blómstra og vínrækt verður reynd í Villingadal - með ágætum árangri. Síld kemur og olía finnst. Næsti JR verður á Kópaskeri.
Gleðileg jól og takk fyrir hressilegt blogg!
Skrifa ummæli