fimmtudagur, 4. desember 2008

Derby County FC

Langaði að vekja athygli ykkar, Stína og fleiri, á því að hinn fornfrægi klúbbur, Derby County, stofnaður árið 1884, er kominn í undanúrslit í deildabikarkeppninni ásamt Burnley og einhverjum öðrum júðum sem ég hirði ekki að nefna, enda verður það aðeins formsatriði fyrir mína menn að ljúka þessari keppni með stæl og yrði það þá fyrsta alvöru dollan síðan Englandsmeistaratitlinum var landað árið 1975 sællar minningar þegar Hector, Hinton, Gemmil og Macfarland voru upp á sitt besta. Fyrir áhugasama, t.d. Stínu, má kíkka á ágæta síðu hér sem segir sögu klúbbsins og auk þess skemmtilegar myndir frá þróuninni í búningi liðsins.
Já, Hrútarnir (gælunafn Derby) eða The Rams, eru kannski ekki bestir, en þeir eru mestir og þeirra tími fer senn að koma.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já! Það er rétt, þeir eru mestir og bestir og þeirra tími er mjög nálægt. Ég er að vinna í því að bóka stað þar sem við getum horft á úrslitaleikinn. Bara að húsnæðið verði nógu stórt.

Nafnlaus sagði...

haha. þú hefur komist að nýja áhugamálinu mínu Doddi minn úrslitaleikir með liðum sem ég hafði ekki hugmynd að væru til. ég er aðdáandi núna;) kv. kvaran