þriðjudagur, 27. janúar 2009

Hin rauðgræna ríkisstjórn

Sumt virðist ætla að ganga eftir í spádómum mínum varðandi nýju rauðgrænu ríkisstjórnina sem er í burðarliðnum. Ég reyndar, eins og Valur benti á í kommenti, gleymdi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherranum. En, það er alveg rétt, við förum ekkert að spandera íslenskum ráðherra í það djobb, látum bara sjávarútvegsstjóra ESB stjórna þessu!

En að öllu gamni slepptu, þá verð ég að segja, að það óhemju óréttláta kerfi sem hér tíðkast í auðlindastjórnun má svo sannarlega missa sín. Það hefur fært dauða yfir byggðir landsins, hrakandi fiskistofna, meiri auðsöfnun og eignatilfærslu í samfélaginu allar götur frá 15. öld. Svo er látið heita að fiskimiðin séu sameign þjóðarinnar! Það er kjaftæði, enda megum við ekki koma nálægt þeim nema á frístundabát með veiðistöng. Aðgangur að auðlindinni var afhentur örfáum einstaklingum sem rökuðu til sín milljörðum vegna þeirra forréttinda. Þetta kerfi hefur Sjálfstæðisflokkurinn varið af hörku, enda flokkur sérhagsmunagæslu og auðmanna. Gjörspilltur og siðlaus flokkur sem ver gjörspillt og siðlaust kerfi.

Svo hafa fjölmiðlar aðeins verið að velta sér upp úr samkynhneigð verðandi forsætisráðherra og ábyggilega mun það vekja athygli víða annars staðar þar sem meiri íhaldssemi ríkir um þessa hluti. Í raun fáránlegt að minnast á kynhneigð í þessu sambandi. Hún kemur málinu ekkert við, nema menn séu hræddir um að Jóhanna fari að leita á Kollu Halldórs (sem mér finnst ólíklegt) eða Katrínu Jakobs og mundi ég frekar skilja það! Þetta minnir mig á fyrirsögn í DV fyrir margt löngu sem var eitthvað á þessa leið: "Lesbískur leigubílstjóri tekinn á ofsahraða". Kynhneigð viðkomandi kom fréttinni ekkert við. Ekki frekar en að sagt hefði verið um Björn Bjarnason þegar hann tók við dóms- og kirkjumálunum: "Fyrsti BDSM kirkjumálaráðherrann", eða Árni Matt sem, segjum hefði haft fetish fyrir trjám og runnum (það er til!). "Fyrsti umhverfisráðherrann sem alltaf hefur feikað fullnægingu", "Fyrsti landbúnaðarráðherrann sem aðeins örvast kynferðislega af rauðhærðum konum", o.s.frv. Er ekki hægt að halda þessum hlutum aðskildum, því þeir koma okkur ekki við?

En, þessi ríkisstjórn verður örugglega ekki verri en sú síðasta. Ég hefði samt haft gaman af því að sjá sköllótta brjálæðinginn frá Gunnarsstöðum í Þistilfirði sem utanríkisráðherra og hefði komið vel á vondan. Sitjandi fundi hernaðarhaukanna í NATO, hann hefði verið flottur þar!

Engin ummæli: