föstudagur, 9. janúar 2009

Helförin á Gaza

Ísrael á bágt. Landið er undir stöðugum árásum Palestínumanna sem skjóta heimasmíðuðum rakettum frá Gaza á þorp og bæi í Ísrael. Þessar eldflaugar flokkast sem gereyðingarvopn, enda draga þær nokkra kólómetra og hafa að meðaltali drepið einn Ísraelsmann á ári undanfarin ár. Þeir voru eðlilega orðnir þreyttir á þessu og réðust þess vegna inn í Gaza með skriðdrekum og loftárásum sem þegar hafa skilað umtalsverðum árangri; hátt í þúsund manns liggja í valnum, þar af þriðjungur börn. Skriðdrekum er jafnvel beitt á skólahús! Glæpahyskinu í stjórn Ísraels er hjartanlega sama.

"Við viðurkennum rétt Ísraels til að verja sig" segja Bandaríkjamenn sem bundnir eru á klafa hins júðska fjármagns og undir oki hins sameiginlega trúararfs. Við það bætist svo hið evrópska samviskubit vegna helfararinnar. Hvaða helvítis vandræðagangur er þetta hjá ríkistjórninni okkar, má íslenska ríkið sem slíkt ekki fordæma aðfarir Ísraelsmanna? Ekki er hefð fyrir því segja Geir og Ingibjörg, en samt segir Ingibjörg að hún hafi fordæmt!? Þetta er bara ömurleg linkind. Ísrael hefur alla tíð fengið sérmeðferð hjá alþjóðasamfélaginu og getur hagað sér eins og því sýnist gagnvart nágrönnum sínum, hinni hernumdu þjóð, Palestínumönnum vegna skilyrðislauss stuðnings Bandaríkjanna sem ausa meira fjármagni til þeirra en sem nemur samanlagðri þróunaraðstoð þeirra til allra þróunarríkja heimsins!! (Heimild: Jón Ormur Halldórsson).

Helför gyðinga í seinni heimsstyrjöldinni er smánarblettur á sögu mannkyns, en það er líka skeytingarleysi alþjóðasamfélagsins gagnvart Palestínumönnum og glæpaverk Ísraelsmanna allt frá árinu 1948, þegar fyrstu fjöldamorðin á þeirra vegum voru framin, sú saga er ljót og blóði drifin.

Engin ummæli: