mánudagur, 21. júlí 2008

Ísbjörn í Vaðlaheiði

Ég sá ísbjörn í dag. Hann var bara á vappi í Vaðlaheiðinni og virtist vera alveg sallarólegur. Jú, þetta var örugglega ísbjörn, enda svona ljós á litinn, gráhvítur og hann hreyfði sig greinilega. Engum blöðum um það að fletta, ég var staddur á Akureyri, á Hagkaupsplaninu og sá hann greinilega. Til öryggis hringdi ég í lögregluna sem óðara lét ísbjarnarvaktina vita sem að sögn tekur allar tilkynningar alvarlega, líka þá um daginn þegar ferðalangar einhvers staðar á Vestfjörðum hringdu skelkaðir í lögguna og sýslumanninn líka og sögðust hafa séð ísbjörn. Hann var í fleiri kílómetra fjarlægð og var svona ljós, já svona gráhvítur og hreyfðist! Því miður var þetta hestur, reyndar ekki hvítur hestur, því þeir eru ekki til, heldur bleikur samkvæmt arfavitlausum litafræðum hestakalla.

Landhelgisgæslan fór í flug í dag að leita að ísbjörnum og það tveimur sem tilkynnt hafði verið um að væru á vappi einhvers staðar á Ströndum. Sú leit hefur ekki borið árangur. En, auðvitað eru menn eitthvað hvumsa yfir þessu því tveir ísbirnir hafa villst hingað á einu sumri og það telst nú heldur óvanalegt. Ekki vildi ég mæta slíku dýri, hvorki í Vaðalaheiðinni né annars staðar, nýstignu á land og sársvöngu eftir margra daga volk í sjónum. Sagt er að fáar skepnur séu jafn klókar og grimmar eins og ísbirnir.

Villtir birnir eiga ekkert sameiginlegt með Knúti í dýragarðinum í Berlín nema nafnið og útlitið. Ég las um það frétt að dýragarðslífið er búið að úrkynja ræfilinn svo mjög að honum er ekki treyst til að bjarga sér í náttúrunni. Hann er algjörlega háður manninum og er ófær um að para sig við birnu. Einn dýrafræðingur sagði að ásókn mannfólksins í hann alveg frá því að hann var lítill og krúttlegur húnn hefði bæði gert hann getulausan og geðbilaðan. Nú bíður Knútur bara eftir því að klukkan verði þrjú því þá kasta starfsmenn dýragarðsins selshræi fyrir framan hann og svona 50 kg. af fiski sem búið er að roð- og beinhreinsa.

Verð samt að geta þess hér í lokin að Palle Pedersen er "well and alive" og hefur heiðrað mig hér á þessu nýja bloggi. Hvernig í andskotanum komst hann á snoðir um það? Þetta er greinilega einhver nákominn ættingi!

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...


Hver er Palle Pedersen
kv. Kvaran

Nafnlaus sagði...

Hann er dularfullur aðdáandi minn sem hefur fylgt mér alveg frá því að ég byrjaði að blogga 2004. Kemur öðru hvoru inn og skilur eftir komment. Lengi vel hafði ég einn eða tvo grunaða, en ég geri fastlega ráð fyrir því að Pedersen sé föngulegur kvenmannsbelgur með stór brjóst sem elskar mig og þráir á laun...

Nafnlaus sagði...

Heyrðu ég prófaði að googla náungann og komst að því að þetta er enginn annar en Maggi Hland náskildur ættingi þinn, hann er búin að stofna nýja videoleigu í Varmahlíð og selur einnig gallabuxur og tælenskan mat.
kv. Kvaran

Nafnlaus sagði...

Ertu ekki eitthvað að misskilja Stína? Téður Magnús Þvag er náskyldur Frau Blucher og þar með þér? Við erum að vísu skyld líka, en það er nú langt aftur í rassgat. Ekki eyðileggja draumsýn mína um að Pedersen líti út eins og Bo Derek fyrir 30 árum!! (þú veist náttúrulega ekkert hver það er?)

Nafnlaus sagði...

til ad taka af allan vafa, tha opinbera eg mig, jeg vil ikke vare lignende som BO DEREK, herover, jeg er omvent, dit fjols,
P.Pedersen.

http://www.faaborg-listen.dk/?id=8

Nafnlaus sagði...

jáhá það er nú meira, en Dortmund ertu ekki virkur bloggari, ég hef komið hér hvern dag og engin ný færsla. og by the way ef einhver hefur týnt gallabuxunum sínum og dóttir ávítarans þá er það hér í holunni minni, ef eigandi fer ekki að gefa sig fram þá sel ég þetta í kolaportinu til að halda uppi sukkinu mínu í sollanum
kv. Kvaran