Þessi gerðarlegi drengur er á sextán ára og mun vera yngsti sonur Osama bin Laden, þess síðskeggjaða hellisbúa frá Saudi Arabíu sem undanfarin ár hefur dvalið einhvers staðar nálægt landamærum Afganistans og Pakistans. Þar hefur hann hafst við í hellum og moldarkofum með öllum helstu nútímaþægindum enda ríkari en andskotinn sá maður þrátt fyrir larfana. Hatrið á Vesturlöndum og þeim lífsháttum og gildum þar birtist vel í Rolex-úrinu sem stundum glittir í undir kuflinum og svo býr hann við alls konar fína vestræna tækni og slefar ábyggilega yfir vestrænu pornói þegar hann er búinn að hneggja nokkrar súrur úr Kóraninum yfir sínum brengluðu áhangendum. Ekki er að efa að stráksi fái gott uppeldi frá karli föður sínum og uppbyggjandi, enda er honum spáð frama inna Al kaída. Nýlega birtist hann á netinu þar sem hann fór með ljóð og las svo upp stutta yfirlýsingu þar sem Bandaríkjunum, Bretlandi og Danmörku er hótað dauða og eyðileggingu. Osama kallinum hefur sennilega hlýnað um hjartarætur. Maður kannast við þessa tilfinningu, að finna fyrir stolti þegar börnin manns hafa staðið sig vel eða afrekað eitthvað.
Íranir virðast vera að vígbúast, enda vita þeir að helsta þrá Bush-stjórnarinnar er að fara í stríð við þá og ögranir og hótanir í þá veru eru nú búnar að standa yfir í tvö til þrjú ár. Eru menn að hissa á því að Íran hervæðist og að þeir vilji þróa kjarnorkuvopn? Mesta hernaðarveldi heims er að undirbúa stríð við þá og geta menn ætlast til þess að Íranir sitji hjá aðgerðarlausir? Al Kaídaliðum vex ásmegin, talibanarnir í Afganistan eru að ná sífellt stærra landsvæði undir sig, æ fleira fólk í Miðausturlöndum gengur öfgahyggjunni á hönd og stuðningur við brjálæðinga eins og bin Laden eykst bara. Eðlilega. Bandaríkjamenn vaða um þennan heimshluta á skítugum skónum og af sínum alkunna heimsveldishroka vilja deila og drottna þarna og verja hagsmuni sína með öllum sínum hernaðarmætti. Vegna stefnu Bush-stjórnarinnar er miklu ófriðvænlegra í heiminum nú en bara fyrir nokkrum árum. Versnandi samskipti við Rússland skrifast eingöngu á Bandaríkin. Nú ætla þeir að koma upp nýjum kjarnorkueldflaugastöðvum í Austur-Evrópu, í Tékklandi og Póllandi, þrátt fyrir hávær mótmæli Rússa sem líta á þetta sem beina ögrun við sig sem það er er auðvitað.
Ekki nema von að Osama kallinn kenni barnungum syni sínum á riffil, það eru sjálfsagt margir að þjálfa sig í því að halda á riffli og skjóta úr honum nú þegar Bandaríkin eru komin í fullan gang með að undirbúa langþráð stríð sitt við Íran.
fimmtudagur, 10. júlí 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli