Ég stend í stórtiltekt hér á heimilinu. Komnir eru margir ruslapokar af dóti sem ég ætla að henda í gám og svo stendur til að mála líka. Ég fann til dæmis eitt mjög velkt blað í skúffu með hrossavísum og læt ég tvær af þeim fylgja hér. Nú man ég ekki hvenær þær urðu til eða tilefnið, hugsanlegt að Stefán hafi fengið þær í jólakorti fyrir einhverjum árum.
Þegar draumar mínir verða með villtasta móti
ég vakna og mér liggur við bana
Ég var að ríða um grænar sveitir og Sóti
sá meri og óðara fór upp á hana
Allah gefur aröbum úlfalda
og Búdda færir skáeygðum perlur
Jahve er gyðingum góður
en Guð vill ei gefa mér hross
föstudagur, 18. júlí 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
till hamingju, loksins maettur ! ! nu verdur fylgst vel med, ! skritin hestvisa ? ! ?!
p.pedersen.vatghjo
Skrifa ummæli