föstudagur, 28. nóvember 2008

Hannesar jafni

Halldór Blöndal stórskáld, fyrrum þingforseti og hvalskurðarmaður orti eftirfarandi ljóð og flutti í sextugsafmæli þess manns sem hann dýrkar og dáir hvað mest og mundi sennilega hengja sig upp á rasshárunum bæði sá góði maður hann um það. Aðra eins slefandi mærð hef ég sjaldan séð og hefði fullyrt að þarna væri um beitt háð að ræða ef ég vissi ekki betur. Ljóðið fjallar um Davíð Oddsson, afglapann og sækópatann í seðlabankanum.

Þjóðskörungur
leiddi þjóð sína
ódeigur
inn í árþúsund
nýrra vona,
nýrra hugsjóna.
Heill sé þér Davíð
Hannesar jafni

Afsakiði meðan ég æli! Syni sólarinnar má helst líkja við Hannes Hafstein, þann þjóðmæring sem fyrstur varð ráðherra Íslands, skáld og glæsimenni. Það er vel við hæfi, enda stendur Davíð í þeirri trú að hann sjálfur sé Hannes Hafstein endurborinn.

Engin ummæli: