miðvikudagur, 19. nóvember 2008

Farðu!

Hann er búinn að halda kjafti í fjórar vikur, en nú hefur hann talað. Ég hef aldrei á ævi minni upplifað annan eins hroka eins og í þessari ræðu hans á fundi Verslunarráðsins í fyrradag. Þar talaði maður sem var saklaus eins kaþólskur kórdrengur og kenndi öllum öðrum um. Skítlegt eðlið skein af honum í þessari viðbjóðslegu ræðu. Hann jós drullu yfir menn eins og honum hefur löngum verið tamt, menn sem hafa varið hann af blindri trúmennsku. Hann hraunaði yfir samstarfsmenn sína í Fjármálaeftirlitinu og segir að Seðalbankinn hljóti að vera aftastur í "rannsóknarþarfaröðinni". Hann varaði ríkisstjórnina við í feb. síðastliðnum eftir að hafa lesið skýrslu frá Bretum um ískyggilega stöðu bankanna, en gerði ekkert meir í málinu. Hann ber sem sagt enga ábyrgð á því að tryggja ekki gjaldeyrisforðann í tíma og hann ber heldur enga ábyrgð á verðbólgu og vaxtastigi landsins, enda þau mál í svo góðu horfi.

Svo gjörsamlega rúinn trausti inanlands sem utan stendur hann keikur og rífur kjaft. Í samræmi við karakter sinn og skítlegt eðli náði hann þó að læða að einum brandara sem fékk jakkafötin til að hlæja út í sal. Er hægt að ímynda sér smekklausara athæfi við þessar aðstæður? Nei, varla. Hann skildi ekki vitjunartíma sinn síðustu árin sem forsætisráðherra og hann botnar heldur ekkert í honum núna, enda lítil von til þess þegar menn ganga bókstaflega fyrir illgirni, valdasýki og hroka sem á sér ekki hliðstæðu í íslensku samfélagi

Engin ummæli: