Það var hressilegt og uppörvandi að fletta Mogganum í gær. Þar var ljós í myrkrinu og gjörningaveðrinu sem staðið hefur yfir í þrjár vikur. Hver hörmungarfréttin rekur aðra og dynur á okkur og ekkert lát er á. Hver dagur er öðrum verri, maður þorir varla lengur að hlusta á fréttirnar.
En, sem ég sit á kennarastofunni með Moggann og sökkvi mér í allar hörmungarnar sem þar var greint frá, rek ég ekki augun í myndir af þremur skælbrosandi konum og var þar engin önnur en frú Guðrún Heiða iðjuþjálfi, betur þekkt sem Frau Blucher ásamt tveimur fyrrum skóla- og þjáningarsystrum úr HA. Þær skrifuðu sem sagt grein í blaðið sem fjallar um mænuskaða og í sjálfu sér ekki tilefni til að hlæja eða brosa að því málefni. Þær brostu allar svo blítt að í fyrstu varð ég hvumsa, enda tímarnir þannig að flestir ganga nú um með skeifu og örvæntingu í svip. En ekki þær. Annað eins smæl á öðrum eins krepputímum hefur aldrei sést og ég brosti með og til þessara gullfallegu iðjuþjálfa sem björguðu deginum fyrir mér.
Greinin var annars góð, hún var reyndar háalvarleg og full af beittri gagnrýni í garð stjórnvalda vegna stefnu þeirra í málefnum mænuskaðaðra. Og þær samt svona gleiðbrosandi þannig að lesendur geta séð að höfundar eru ekki fúllyndar og bitrar fraukur sem allt hafa á hornum sér, heldur hugsandi ofurgellur en samt sætar.
miðvikudagur, 22. október 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Takk fyrir þetta karlinn minn. Það er gaman að geta glatt þig og þér veitir nú ekki af að líta upp úr kreppugreinum í dagblöðunum sem tröllríður öllu.
æji´hvað ég er stolt af frunsunni;) þið eruð öll yndisleg og um að gera brosa í gegnum kreppta andlitsdrætti. heyrðu ég og katz ætlum að fara á ljótu hálfvitana í kvöld þeir eru víst hljómsveit kreppulýðsins ;) kv. kvaran
Sæll frændi.
Þú hefur þá ekki rekið augun í greinar frá mér í Mogganum um frábært gengi Akureyrar í handboltanum, leik eftir leik.
Það ætti að gleðja þig líka :)
Kv. Andri Yrkill
Skrifa ummæli