
Og hingað heim eins og fréttamennirnir segja. Sjálfstæðisflokkurinn hefur keyrt þjóðina í gjaldþrot, efnahagslegt og siðferðilegt. Hann hefur farið með völdin hér samfleytt frá árinu 1991, studdur af Framsókn mest allan tímann og Samfylkingunni síðasta árið eða svo. Flokkurinn stóð að því að selja eigur ríkisins á spottprís, bankarnir voru nánast afhentir flokksgæðingum helmingaskiptaflokkanna á silfurfati og í gang fór frjálshyggja sem hefði fengið jafnvel Milton Friedman til að snúa sér við í gröfinni. Laissez-faire og "ósýnileg hönd" Adams Smith réðu nú ríkjum. Eftirlitsstofnanir voru lamaðar, með ekkert umboð til að grípa inn í, þær voru jafnvel lagðar niður sbr. Þjóðhagsstofnun sem birti óhagstæða efnahgasspá eitt sinn í tíð Kim il Oddssonar. Mörgum fannst það flott hjá honum. Amatörar í hagfræði réðu ríkjum hér, smákóngaveldi sem hyglaði flokksgæðingum tveggja flokka. Menn lofsungu íslensku útrásarvíkingana og ekki bara forsetinn eins og sumir hafa verið að þrástagast á, líka Davíð sem þó reyndi að ljúga því í þjóðina í alræmdu Kastljósviðtali að hann hefði aldrei sungið útrásinni neinn lofsöng. Sú lýgi var rekin ofan í trantinn á honum tveimur dögum síðar í


Úr þessum brennandi rústum rís nýtt Ísland, vonandi með aðrar leikreglur, önnur gildi og viðmið en þau sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur boðið upp á undanfarin mörg ár. Frjálshyggja flokksins er gjaldþrota og þá mannfjandsamlegu stefnu ætti auðvitað að banna því það er hún með sínum trúboðum sem hefur komið landinu á kaldan klaka. Svo mætti draga þá menn á sakamannabekk sem hafa haldið frjálshyggjunni fram. Það hlýtur svo að koma til álita að banna Sjálfstæðisflokkinn í hinu Nýja-Íslandi, nóg ætti hann að hafa á samviskunni. Stefna og hreyfing sem leiða þjóðina í svona stórbrotnar ógöngur eiga ekki að fá að þrífast hér.