miðvikudagur, 20. ágúst 2008
Berjadagar
Menn gera töluvert af því að ganga úr flokkum þessa dagana og jafnvel í þá aftur. Ólafur F, sá mikli píslarvottur og misskildasti stjórnmálamaður frá upphafi vega, er genginn í Frjálslynda flokkinn aftur. Það einhvern veginn hentaði núna. Enginn veit af hverju hann gekk úr honum á sínum tíma og öllum er líka nákvæmlega sama. Það er ekkert tiltökumál að segja skilið við stjórnmálaflokk, oft geta legið gildar ástæður til þess eins og málefnaágreiningur og afstöðumunur í prinssippmálum. En ætli reyndin sé ekki oftar sú að menn ganga úr flokkum út af einhverri fýlu og af því að þeir fengu ekki nógu gott sæti í prófkjöri eða að menn telja að þeir hafi ekki fengið þá bitlinga frá flokknum sem þeir töldu sig eiga skilið. Kristinn R. er gott dæmi um slíkan stjórnmálamann og myndi ganga í Sjálfstæðisflokkinn ef hann teldi að það veitti sér pólitískt brautargengi. Marsibil er farin úr Framsókn og það get ég vel skilið miðað við atburði síðustu daga og það hafa fleiri gert af þeim lista, en ein kona er gengin í flokkinn aftur. Hún fór í fýlu út af Birni Inga á sínum tíma og sagði sig úr flokknum en er snarlega genginn í hann aftur af því að hún á von á bitlingum núna nokkuð óvænt því hún var í 5. eða 6. sæti á listanum.
Allt er hægt að kaupa , líka stjórnmálamenn. Óskar Bergsson er pólitísk skækja og seldi sig eins og mella fyrir vænan bitling. Sjálfsagt eru flestir falir á þennan hátt, bara ef nógu miklir peningar eru í boði. Annars ætlaði ég alls ekki að byrja á svona röfli og læt þessu hjali lokið. Skólinn byrjaður og í dag var fyrsti starfsdagur og annar á morgun og svo byrjar ballið endanlega á fimmtudaginn.
Að hægðum. Ég stakk upp á því að breyta þessu bloggi í hægðadagbók og hef ekki í annan tíma fengið betri hugmynd þótt ég segi sjálfur frá. Það yrði frumlegt, öðruvísi en önnur blogg og hróður þess myndi hugsanlega aukast fyrir vikið. Nú, þá er frá því að segja að við fórum í ber í fyrradag og síðan hafa þau verið í matinn ásamt hrásykri og rjóma bæði í hádeginu og á kvöldin og er ekki að spyrja, hægðir hafa verið með greiðasta móti hjá mér, en ekki að sama skapi vel formaðar. Ég mun að sjálfsögðu halda lesendum upplýstum um þessi mál á næstunni.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Mikið sakna ég eyrarinnar og ykkar allra elsku mágsi minn. Gangi þér nú vel í skólanum.
Kv. Helga Sóley.
Harla góðar hyggjum vér
hægðir þínar vinur.
Gætir að þá sérhver sér;
saurinn blár og linur.
Góður!
Skrifa ummæli