Kennslan komin í fullan gang og ég var að ljúka störfum núna klukkan rétt að ganga sjö og ég verð því miður að taka verkefni með mér heim. Ég er að kenna 31 tíma og sinni auðvitað, eins margir, alls kyns aukastörfum líka sem taka tíma frá manni sem annars hefði farið í undirbúning kennslunnar. En ég væli ekki undan vinnu, ég væli bara undan launum sem mættu vera hærri og í einhverju samræmi við vinnuálagið.
Það verður bara eintóm sæla framundan. Öll þessi vinna og þessi endalausu þrif á heimilinu og þref við börnin um heimanámið, matur og frágangur eftir hann, meiri þrif og þvottur. Svo að koma liðinu niður, í háttinn á kristilegum tíma (ég tala eins og sjö barna faðir, en stundum finnst mér það miðað við útgjöld heimilisins og fjöllin af þvotti sem safnast upp dag hvern). Þegar þessu öllu er lokið (eins og í piparkökusöngnum!) á maður oftar en ekki eftir að vinna eitthvað og það þarf auðvitað að smyrja nesti fyrir morgundaginn og svo reyni ég yfirleitt að ná helgistundinni sem eru 10 fréttirnar kl. 23 á bestu sjónvarpsrás heims, rúv +. Og ef maður er ekki þegar orðinn örendur að veðrinu loknu er kíkt í bók, kannski svona 10 bls. Já, það er gaman að vera kominn í rútínuna aftur. Segi það enn og aftur sem löngum hefur verið vitað að Arbeit macht frei!
mánudagur, 25. ágúst 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli