- Konan hefur tekið upp á því á gamals aldri að læra á bíl. Hún verið að hóta því í mörg ár en ég hef aldrei tekið neitt mark á því og sannast sagna hef ég heldur ekki verið neitt sérstaklega hvetjandi til þess arna. Mér hefur nefnilega fundist það alveg nóg að það sé einn um það á heimilinu að slíta út bílnum. Neita því heldur ekki að nokkra umhyggju hef ég líka fyrir samborgurum mínum og fékk aldrei það reikningsdæmi til að ganga upp að Guðrún væri í umferðinni við stýrið svo sjónskert sem hún er eins og raunar ætt hennar öll og áður hefur verið minnst á hér á þessum vettvangi. Það er ekki bara sjónskekkjan sem ég hef áhyggjur af, heldur líka náttblindan og fjarsýnin. Held að glákan sé á næsta leiti. Hugaður maður hann Ingvar ökukennari að taka þetta ögrandi verkefni að sér.
Fyrsti ökutíminn gekk kraftaverki næst. Mín hélt að hún myndi taka léttan rúnt með ökukennaranum og fengi bara smá fyrirlestur um stjórntæki bílsins og umferðina og þyrfti ekkert að keyra. En einhvers staðar í Þorpinu stöðvaði Ingvar bílinn og sagði henni að taka við. Konan fékk aðkenningu að taugaáfalli við þau tíðindi en gerði eins og henni var sagt. Það ótrúlega gerðist að frúin ók bílnum einhverjar götur og alla leið heim án nokkurra sýnilegra skemmda á faratækinu.
Svo kom ökutími nr. tvö og ég sá að ökukennarinn bakkaði bílnum í stæðið. Það vissi ekki á gott sögðum við. Maðurinn ætlar að láta hana aka á brott og ég ákvað að fara ekki undir sæng heldur sýna henni þá samstöðu að fylgjast með þegar hún færi af stað. Það var nokkurt sjónarspil sem nú skal frá greina. Frau Blucher ákvað fyrir það fyrsta að vera á sokkaleistunum í þetta skiptið til að fá nánari tilfinningu fyrir ökutækinu og sennilega til að vega upp á móti sjóndeprunni. Hún settist upp í bílinn og ég stóð á svölunum og beið átekta, skimaði í allt aðra átt og þóttist ekkert kannast við þessa konu, horfði á hana svona útundan mér. Jæja, ætlar hún ekki að fara að drífa sig af stað? Það leið og beið og ég sá að hún skimaði um inn í bílnum, leit í baksýnisspegilinn, svo aftur fyrir sig, þá á hliðarspeglana, ofan í gólf og til hliðar, aftur ofan í gólf (leita að pedölunum?) og ekkert gerðist. Þetta var eins og flugmaður að setjast upp í Fokker að fara yfir tékklistann. Eftir óratíma hreyfðist bíllinn úr stað, svona hálfan metra og svo stopp! Nei, drífa sig, ég var kominn í spreng, en vildi ekki missa af þessu. Jæja, loks fór hann aftur af stað, löturhægt og stefndi sem leið lá upp bílastæðið í átt að Snægili. Ég hef aldrei séð bíl fara svona hægt og ef gömul kona með göngugrind hefði gengið við hlið bílsins hefði hún verið á undan. Í raun var þetta flott hjá minni konu, ég meina að geta keyrt svona lafhægt án þess að drepa í bílnum, það er kúnst geta ekki allir! Ökutúrinn gekk vonum framar að sögn, hún keyrði um Þorpið og fór jafnvel inn í hringtorg. Engan drap hún heldur og kom mér það skemmtilega á óvart. Drap á bílnum að vísu nokkrum sinnum, en það gerði ég sosum líka á sínum tíma. Og dáðadrengurinn Ingvar ætlar að halda áfram að kenna Frau Blucher og senn fæ ég æfingaleyfi. Þá munum rúnta um bæinn á Hundyai, hún við stýrið og ég sveittur og skelfingu lostinn sjálfsagt í farþegasætinu.
sunnudagur, 7. september 2008
Blucher lærir á bíl
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Sæll Dorti
þessi bloggsaga er í uppáhaldi hjá mér, ég held að ég hafi það að reglu að lesa þessa sögu af og til , til að koma mér í gott skap. Hrein snilld. Hvað Gunnsu varðar, segðu frúnni að ég sé stolt af henni;)
kv. Kvaran
nej,, nej!
ef eg ovart skuli koma hem , tha vildi eg ekki vilja vera fyrir funni thinni thakk fyrir, eg thekki thað personlega ad vera með dapra sjon og hvada hraedilegu og ervidu afleidingar thad hefur haft fyrir samfelagid og mina nánustu aettingja,, svo fardu varlega ,,vardlega
p.p.
Jeminn eini, þetta er æsispennandi.
Kv. Helga.
Skrifa ummæli