var einu sinni bara deild innan Landsbankans og það var greinilega ekki verra system en það sem nú er. Jón Baldvin talaði með fyrirlitningu um "blýantsnagarana" í seðlabankanum i den og var þá að vísa til þess að þar væri á ferðinni mikið bákn um lítið, þar hefðu menn ekki mikið að gera annað en að naga blýanta. Ég skal alveg viðurkenna það að lítið vit hef ég á hagfræði og peningamálum yfirleitt, enda get ég varla ímyndað mér leiðinlegra fyrirbæri og andlausara. Verst bara hvað þessir hlutir snerta mann mikið og allt líf okkar og gangur samfélagsins snýst um þessi sömu leiðinlegu og andlausu fyrirbæri.
Sjálfstæðisflokkurinn var með uppistand á Alþingi í dag. Einn brandarakallinn úr þeirra röðum sakaði ríkisstjórnina um að vera með "pólitísk afskipti af seðlabankanum". Ha, ha, ha, he, he, Væntanlega hefur fylgt með vanlætingarsvipur sem ég því miður missti af, en ég efast ekki um að leikurinn hafi verið góður. Enda hefur Sjálfstæðisflokkurinn aldrei verið með pólitísk afskipti af seðlabankanum, alltaf hefur hann látið fagleg sjónarmið ráða för þegar hann hefur endurunnið ónothæfa pólitíkusa úr sínum röðum og sent í bankann eins og son sólarinnar, Kim il Oddsson. Mann með lögfræðimenntun en mjög líklega ekki hundsvit á hagtölum og peningum frekar en ég.
Svo fékk hann bréf frá heilagri Jóhönnu nú nýlega, það var nú ekkert ástarbréf og hún bíður eftir svari - og þjóðin öll í ofvæni
föstudagur, 6. febrúar 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli