mánudagur, 2. febrúar 2009

Fífl

Þau eru mörg fíflin hér á landi. Eitt fíflið er Agnes Bragadóttir, blaðamaður á Mogganum. Hún er í klúbbnum "elskar-að-hata-Ólaf-Ragnar-Grímsson". Það eru töluvert margir í þeim klúbbi og hafa verið meðlimir sumir hverjir alveg frá því að Ólafur kom heim úr námi í Englandi og fór að gera sig gildandi í samfélaginu. Það er nákvæmlega sama hvað Ólafur gerir eða segir, fyrsta boðorð er að færa það á versta veg, annað boðorð er að hnýta í hann og hreyta ónotum jafnvel þó að Ólafur hafi ekkert sagt, bara af því að hann er til.

Hannes Hólmsteinn hefur auðvitað lengi verið í þessu liði, Jón Steinar Gunnlaugsson, Davíð Oddsson, Halldór Blöndal og erkifíflið hann Ingvi Hrafn Jónsson sem er sjónvarpsstjóri á sinni ömurlegu og aumkunarverðu sjónvarpsstöð ÍNN. By the way, hvað þýðir þessi skammstöfun? Var þetta ekki einhvers konar brandari, tilvísun í CNN? Ég hef verið að horfa aðeins á þessa stöð og það er rannsóknarefni hvað Ingvi Hrafn er leiðinlegur náungi og liðið sem kemur í þáttinn eru eintómir já-bræður úr Flokknum sem guð af sinni miskunnsemi hefur komið í stjórnarandstöðu loks eftir 18 ár.

Í Silfri Egils gjammaði Agnes alls konar bull og þvælu um forsetann og gerði sig að fífli um leið. Hún er sár og svekkt yfir því að vinstri stjórn er komin á og elsku flokkurinn hennar farinn frá völdum. Forsetinn tók þátt í útrásarbullinu, hampaði auðkýfingum og af hverju mætir fólk ekki á Bessastaði og hrópar hann niður spyr hún? Já, bankahrunið var svo mikið Ólafi að kenna!! Agnes spurði líka í heimsku sinni og bræði af hverju forsetinn talaði ekki við fólkið í landinu? En þá var hún upplýst um það að Ólafur fór út um allt land og talaði við þúsundir Íslendinga á öllum aldri. Það gerði hann aðeins nokkrum vikum eftir hrunið, fór í fjölmarga skóla og stappaði stálinu í fólk, fór á fjölmarga vinnustaði og ræddi við fólk. Á einum morgni ræddi hann við á annað þúsund manns í tveimur heimsóknum hér á Akureyri. Í VMA og Giljaskóla. Í hinum fyrrnefnda hélt hann ekki bara drottningarræðu, heldur spjallaði við marga nemndur og kennara og var hinn alþýðlegasti!

Það er sumsé kjaftæði í kellingunni að forsetinn skipti sér ekki af venjulegu fólki, enginn fyrirrennara Ólafs í embætti hefur verið í jafnmiklu sambandi og hann við "fólkið í landinu" eins og það er kallað. Hann hefur að vísu sinnt auðmönnum og útrásarfyrirtækjum líka, greitt fyrir viðskiptasamningum o.s.frv., en það er ekki síst vegna þeirra breytinga sem orðið hafa á íslensku samfélagi og það var ætlast til af forsetanum að hann kæmi fram fyrir Íslands hönd og leggði fyrirtækjum og útrásargæjunum lið. Hvað hefði verið sagt ef hann hefði gefið skít í þá hina sömu aðila? Ekki var forsetanum kunnugt um þær skýjaborgir sem menn voru að reisa og svikamyllurnar út um allt, hann var hafður að fífli eins og þjóðin öll.

Agnes hermdi svo eftir Ólafi og ætlaði kannski að vera fyndin, en eftirherman var léleg og vonandi lætur hún Jóhannesi Kristjánssyni og Pálma Gestssyni það eftir í framtíðinni.

Annað varðandi forsetann. Hann lagði línurnar fyrir stjórnarmyndunarviðræðurnar, sagði einfaldlega skoðun sína á því hver ættu að vera forgangsmál verðandi ríkisstjórnar. Það var gott hjá honum og í orðum hans endurrómuðu kröfur fólksins í landinu um umbætur, meira lýðræði, björgun heimila og atvinnulífs og stjórnlagaþing. Jú, forsetinn hafði nefnilega verið að fylgjast með (kannski legið í bloggsíðum daginn út og inn) og skynjaði nákvæmlega hvaða straumar lágu í loftinu. Hann var ekkert að skipa ríkisstjórninni væntanlegu fyrir eins og hann sjálfur tók fram, en þetta væru þau verkefni sem þyrfti að fara í. Það hefur enda gengið eftir. Þetta segist nýja stjórnin ætla að gera, nákvæmlega það sem Ólafur lagði til. Ábúðarfullir stjórnmálafræðingar sögðu "mjög óvenjulegt, fáheyrt, án fordæma" og supu hveljur eins og Baldur Þórhallsson. Aðrir eins og Gunnar Helgi sögðu þetta vissulega óvenjulegt, en auðvitað væri forsetinn í fullum rétti til að tjá þessar skoðanir sínar.

En Agnes, þessi leiðinda kelling, ætti að skammast sín, fyrir eftirhermuna og sjálfa sig.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mergjaður pistill. Þig skortir sannarlega ekki kjarkinn. Sjálfur veigra ég mér við því að láta fólk hafa það óþvegið en sumir bjóða vissulega upp á það með framferði sínu.

Nafnlaus sagði...

góð grein elsku dortmund, sakna ykkar svo mikið snægilsgengi. hvernig er nikki að braggast eftir hlaupabóluna? kv. kvaran